Bætum gatnamót Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar

Bætum gatnamót Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar

Hugmyndin er að annaðhvort koma fyrir frárein sem leyfir umferð að hægja betur á sér áður en beygt er inn í Hamrahlíð, eða að færa gangbrautina og umferðarljósin tengd henni inn að gatnamótum Hamrahlíðar og Stigahlíðar.

Points

Þessi gatnamót, þar sem keyrt er inn hjá Suðurveri, eru ansi hættuleg gangandi vegfarendum. Grænt er fyrir gangandi á sama tíma og bílar mega beygja til hægri af hraðbrautinni, en það er engin frárein þannig að þeir koma oft á miklum hraða. Annaðhvort ætti að vera frárein, eða e.t.v. mætti færa ljósin og gangbrautina inn að gatnamótum Hamrahlíðar og Stigahlíðar og loka gönguleið yfir Hamrahlíð nær Kringlumýrarbraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information