Laga efsta hluta Rafstöðvarvegar

Laga efsta hluta Rafstöðvarvegar

Malbika efsta hluta Rafstöðvarvegar (frá undirgöngum undir Höfðabakka að "allur akstur bannaður" skiltinu. Malbikið/slitlagið orðið mjög lélegt þarna sem gerir það leiðinlegt yfirferðar fyrir hangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur.

Points

Slitlagið þarna er skelfilegt og gerir þennan hluta Rafstöðvarvegarins mjög leiðinlegan yfirferðar. Dæmi eru um að skokkarar hafi misstigið sig í holunum sem hafa myndast og hjólreiðafólk lent í vandræðum, sérstaklega eftir að fer að skyggja.

Hjólaumferð um dalinn er mikil. Með því að laga aðstæður á svokölluðum "rafstöðvarvegi" er hjólaumferð beint frekar þangað til að komast á milli staða. Hinum megin við ána er göngustígur sem er yfirleitt mikil umferð af gangandi fólki sem nýtir sér útivistaðarsvæðið, það ætti því að þjóna hagsmunum beggja (hjólreiðafólks og gangandi vegfaranda) að beina hjólreiðafólki inná rafstöðvarveginn til að komast leiða sinna og draga úr hættu á slysi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information