Uppfærum andapollinn í Seljahverfi úr fúlum forarpytti í almennilega tjörn.

Uppfærum andapollinn í Seljahverfi úr fúlum forarpytti í almennilega tjörn.

Andapollurinn er orðinn fullur af sefi, lyktar illa og lítur ekki vel út. Þarna eru mjög oft börn að leika sér og ágangur mikill á sumrin, þannig að það þarf að bæta umhverfi tjarnarinnar og halda henni betur við. Þarna hefur verið reynt að gera fínt en þarf virkilega að flikka upp á ýmislegt.

Points

Þessa tjörn þarf að útfæra þannig að sefvöxtuinn verði ekki svona mikill, Ég tel litla hættu á því fyrir börn hverfisins þótt hún yrði gerð aðeins dýpri mtt. þess að minnka sefvöxtinn. Garðurinn í kring er fallegur en þar mætti koma fyrir fleiri leiktækjum og gera hann meira aðlaðandi fyrir alla aldursflokka

Einnig væri gaman að sjá huggulega staðið að því að gera huggulegt í dalnum okkar í miðju hverfisins með útivistartækjum fyrir alla aldurshópa og kósý bekkjum fyrir nestisferðir sem mundu gera eftirsótt að heimsækja dalinn okkar sem er svo fallegur og fleiri mundu sækja hann heim ef betur væri hugsað um hann og umhverfi hans :-) Ég hef aldrei kallað tjörnina andapoll en finnst hún falleg en það þarf að sinna henni eins og öðru í umhverfi okkar. Með bestu kveðju. Kolbrún Ólafs. í Seljahverfi.

Þetta er útivistarsvæði sem þarf að halda við svo fólk geti notið þess.

Svæðið setur mjög skemmtilegan svip á hverfið en hægt er að gera enn betur. Græn svæði auka vellíðan íbúa. Mikilvægt er að draga enn frekar fram útivistar og fræðslugildi svæðisins. Hægt væri að gera aðgengi að tjörninni betra og á sama tíma hlúa betur að því dýralífi sem þar þrífst með því að koma í veg fyrir að í tjörnina fari ekki mengað ofanvatn og hlúa að búsvæðum þeirra tegunda sem í og á tjörninni lifa. Hugmyndasamkeppni sem rammar inn þessa þætti gæti gefið góðar hugmyndir um framkvæmd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information