Endurnýja lóð Bakkaborgar

Endurnýja lóð Bakkaborgar

Skipta um jarðveg undir lóðinni, setja fallvörn undir leiktæki, (t.d. gúmmimottur) Endurnýja leiktækin. Setja nýtt gras

Points

Bæði lóð og húsnæði liggur undir skemmdum

það er mjög nauðsynlegt....betri öruggur fyrir börn....

Lýsing á lóðinni er nánast engin og því erfitt fyrir starfsfólk að hreinsa hana tryggilega fyrir útiveru á veturna. Jarðvegurinn er ónýtur, djúpar holur víða sem börnin detta um ásamt því að brekkur á lóðinni skapa slysahættu þegar börnin hjóla um hana. Leiktækin eru svo fúin að foreldrar þora varla upp í þau (t.d kastalann)til að sækja börnin sín! 20 ára árgangur Bakkaborgar man lóðina eins og hún er núna! Það er alls ekki eðlilegt! Nú er nóg komið af "plástrum", þörf er á aðgerð!

Viðhaldi á lóð og leiktækjum virðist ekki hafa verið sinnt í áraraðir. Ef svæðið verður ekki allt tekið í gegn þarf að gera það nánast allt upp. Samanborið við leiktæki í til dæmis lundarhverfi á Akureyri er þetta eins og að stíga inn í niðurnítt tímahylki.

Þar sem leiktækin eru orðin úr sér gengin þá skera og rispa þau hendur barna reglulega og svo vantar að laga hellurnar þar sem börnin detta nær daglega um þær. bræðslukerfi undir aðalgönguleiðir eru nauðsynlegar fyrir börn jafnt sem foreldra.

Nauðsynlegt er að endurskipuleggja lóðina í heild sinni ásamt leiktækjum með þörf leikskólans að leiðarljósi þannig að allir lóðarhlutar nýtist sem best. Byggingarnar liggja undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi og gera þarf stórt átak í viðhaldi áður en þær skemmast meira.

Dóttir mín byrjaði á Bakkaborg sumarið 2012 og þá fyrst rak ég augun í aðbúnað á lóðinni, kastalinn var í niðurnýslu að ég sjálf þorði varla að stíga upp í hann, sandkassarnir mjög ljótir og fúnir. Ég sendi inn bréf fékk svar um að þetta væri á dagskrá að taka lóðina í gegn. Eftir sumarfrí sumarið 2014 þá fékk ég sjokk ekki var búið að gera neitt og ekki einu sinni slá. Það versta við þetta að föt dóttur minnar eru að skemmast vegna vegna aðbúnaðs kastala, sandkassa og ónýtra leikanga.

....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................

Nú í morgun 26.11 þá flaug ég á hausinn með dóttur minni og það var mildi að ég eða hún brotnuðum ekki þar sem fallið var harkalegt. Þetta undirstrikar þau rök sem ég setti fram hér áður um nýjar hellur og bætt bræðslukerfi undir þau.

Fallvörn (möl) berst út á stéttar og veldur fallhættu. Niðurföll sem eru nærri malarsvæðum og sandkössum, stíflast fljótt sem veldur stórum pollum. Girðingin er ónýt. Frost og rætur trjáa lyfta stéttinni þannig að kantar myndast sem veldur slysahættu. Leiktæki eru fúin og úr sér gengin. Málningin flagnar af þeim. Engin lýsing er á leiksvæðinu svo erfiðara er að yfirfara lóðina að morgni og erfiðara er nýta hana síðdegis á veturna. Öryggi barnanna á lóðinni skiptir öllu máli.

Það má taka lóðina í nefið eins og hún er. Hún nýtist alls ekki nógu vel og börnin væru öruggari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information