Frjálsar frjálsíþróttir

Frjálsar frjálsíþróttir

Ég fékk hugmyndina þegar ég sá gamla ljósmynd sem sýndi langstökksgryfju sem hafði verið útbúin fyrir krakka í einhverju nýlegu hverfi borgarinnar um miðja síðustu öld. Mætti ekki koma upp einhverju slíku t.d. með fram Ægisíðustígnum, til hliðar við sparkvellina. Sé líka fyrir mér 100 m upphitaða hlaupabraut, sem bæði gæti nýst krökkum til að keppa og hlaupurum til að æfa spretti. Þetta gæti verið mótvægi við fótboltaáhersluna sem er mjög ríkjandi í borginni.

Points

Sparkvellir eru mjög víða. Mætti ekki ýta svolítið undir frjálsíþróttaiðkun? Sé fyrir mér að skólarnir gætu nýtt þetta við íþróttakennslu og einnig tómstundaheimilin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information