Innkeyrsla á bílastæði Fálkaborgar

Innkeyrsla á bílastæði Fálkaborgar

Það þyrfti að færa innkeyrsluna á bílastæði Fálkaborgar úr brekkunni þar sem það myndast þar oft mikil vandamál yfir vetrartímann af völdum hálku og snjóþunga. Fjöldinn allur af óhöppum hafa orðið á þessum stað. Bílastæðið er þröngt og fá stæði og fólk leggur á grassvæði eða aftan við bílastæðin þegar þau eru full og skapast við það mikið öngþveit. Mikil þörf er á því að bílastæðið verði stækkað og innkeyrslan færð úr brekkunni við Fálkabakka á öruggari stað eins og beint úr Arnarbakkanum.

Points

Þeir sem ætla að beygja frá Arnarbakka inn á Fálkabakka þurfa að stöðva ca fjórum bíllengdum frá gatnamótunum til að beygja inn á bílastæði leikskólans til vinstri, þvert á umferð sem kemur niður Fálkabakka. Þarna eru oft fyrir kyrrstæðir bílar sem loka innkeyrslunni vegna stöðvunarskyldu sem er við Arnarbakkann. Þeir sem koma á eftir gera ef til vill ráð fyrir að bílar séu á leið upp brekkuna en ætli ekki að beygja strax niður til vinstri inn á bílastæði leikskólans.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information