Opna göngustíginn yfir Sorrabraut

Opna göngustíginn yfir Sorrabraut

Það liggur göngustígur á milli lóða frá Gunnarsbraut í gegnum Auðarstræti að Snorrabraut. Hinu meginn við Snorrabrautina heldur göngustígurinn áfram að Leifsgötu og upp Leifsgötu að Hallgrímskirkju, þar er göngubraut yfir Barónstíg. Gallinn er þó að það er girðing á milli akgreina á Snorrabraut og ekki gert ráð fyrir að ganga yfir götuna þar sem þessi göngustígur liggur. Hugmyndin er einfaldlega að opna girðinguna þarna á milli og setja gangbraut yfir yfir Snorrabraut þarna.

Points

Þarna er bein gögnuleið frá Hlíðum/Norðurmýri niður í bæ nema henna hefur verið lokað á einum stað. Þetta er sáraeinfalt að bæta og þar með er kominn ný gönguleið niður í bæ án þess að ganga með umferðinni.

Þetta ætti að sjálfsögðu að vera hluti af nýrri hönnun á Snorrabrautinni eins og hún leggur sig, sem ég vona að sé í fullum gangi. Einhverntíma var jú gert ráð fyrir því að þetta væri gönguás, síðan hefur einhverjum þótt þetta of hættulegt enda ekkert grín að fara yfir tvöfalda hraðbraut. Það er tvöfalda hraðbrautin sem á bara ekkert heima þarna.

Þetta er góð og eðlileg gönguleið úr Norðurmýri (sunnan Flókagötu) að Hallgrímskirkju (þetta svæði er í Hallgrímskirkjusókn). Garðurinn við Snorrabrautina sem þessi leið liggur í gengnum mætti líka alveg við smá lyftingu. Einnig sammála fyrri rökum með þessari gönguleið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information