Bæta leiksvæðið við Ingunnarskóla

Bæta leiksvæðið við Ingunnarskóla

Tillagan er sú að bæta leiksvæðið við Ingunnarskóla til muna. Gera þarf róttækar breytingar á svæðinu í heild, setja upp fleiri tæki, tryggja meiri fjölbreytni í umhverfinu, gróðursetja almennilega skjólgarða og gera svæðið mun vistlegra og skemmtilegra fyrir börnin okkar.

Points

Sé leiksvæðið við Ingunnarskóla borið saman við t.d. skólann í Norðlingaholti er útkoman vægast sagt ömurleg. Urð og grjót, fátækleg tæki, takmarkaður gróður, stöðugt rok og almennt ákaflega óvistlegt svæði fyrir börnin okkar. Af hverju ættum við að sætta okkur við að börnin okkar fái 3ja flokks útivistaraðstöðu við Ingunnarskóla sem er þeirra næsta umhverfi í heil 10 ár? Mörg dæmi eru um mun áhugaverðari og uppbyggilegri leiksvæði í kringum aðra grunnskóla í Reykjavík. Af hverju ekki hér?

Gott leiksvæði er mikilvægt og öll börn eiga rétt á því að leika sér. Ég styð því þessa framkvæmd og hvet til þess að svæðið verði gert þannig úr garði að fötluð börn sem nota hjálpartæki á borð við hjólastóla og göngugrindur geti leikið sér jafn frjálslega og óhindrað og ófötluð börn. Dæmi um hönnun slíkra aðgengilegra leiksvæða má sjá hér http://www.shanesinspiration.org/playgrounds/

Skólalóðin við Ingunnarskóla er algjör hörmung! Þar er ekkert við að vera fyrir þá sem ekki spila fótbolta eða ná í eina af 6 rólum sem þar er að finna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information