Gönguljós á Kringlumýrarbraut milli Bólsstaðarhíðar og Álftamýrar

Gönguljós á Kringlumýrarbraut milli Bólsstaðarhíðar og Álftamýrar

Sett verði gönguljós yfir Kringlumýrarbraut þar sem fólk gengur mikið nú þegar í beinu framhaldi af Háteigsvegi, við brunahana sem er þar á umferðareyjunni. Ljósin geta komið snöggt á en staðið stutt eins og ljósin skammt frá á Laugarvegi nærri Shell stöðinni þar.

Points

Miðað við aðrar leiðir, svo sem göngubrú, til að fólk komist öruggt yfir þessa umferðarþungu götu þá er þetta mjög ódýr framkvæmd sem hefur lítið rask í för með sér.

Þessi gönguleið er mikið notuð og þörf til að tengja milli hverfa. Fyrir gangandi vegfarendur er langur krókur að næstu gatnamótum þar sem hægt er að komast yfir með öruggum hætti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information