Biðskyldur

Biðskyldur

Setja þarf upp nokkra tugi biðskylda í grafarvoginum.

Points

Ég hef aldrei skilið af hverju gata sem er með 30 km hámarkshraða geti átt hægrirétt á götu sem er með 50 km hámarkshraða. Mér finnst það ekki rökrétt. Einnig finnst mér að hægriréttur ætti ekki að vera val gegn biðskildu því umferð er orðin það mikil. Ég tel hægrirétt við gatnamót vera barn síns tíma síðan umferð var mun minni. Ég styð því að sett verði upp fleiri biðskylduskilti.

Sammála. Bý í Rimahverfi þ.e. við Langarima og þar er hægri réttur. Meira að seigja strætó virðir hann stundum ekki, en það er þó yfirleitt undantekning. Langirimi er að hluta til 50 km gata og allar hliðargötur með 30 km hraða. Við 10 - 11 búðina eru aðstæður þar sem hægri rétturinn gengur einfaldlega ekki upp vegna þrengingar sem þar er.

Nú bý ég í Breiðavík og þarf virkilega að biðskyldum að halda hérna í hverfinu, sérstaklega þar sem Mosavegur og Hamravík mætast og þar sem Breiðavík og Hamravík mætast. Oft hefur munað litlu að árekstur hafi orðið vegna ökumenn virða ekki hægri regluna og vita kannski ekki að þarna sé enginn biðskylda..

Ég bý í Vættaborgum, hér í allri götunni er hægri réttur, gestir nýjir íbúar og flestir sem um götuna keyra þekkja ekki til svona spesmennsku í sparnaði borgarinnar og stöðva því ekki. Sumir íbúar götunnar þykjast svo ætla að kenna hinum lexíu og aka á fullum hraða út í götuna af því að þeir eiga réttinn. Einnig sé ég að það er mikill misskilningur varðandi hægri réttinn, ef ég er kominn að götunni segjum 3 metrum frá aðilanum með hægri réttinn þá á sá sem er að koma inn á stofnbrautina ekki réttinn ef hann er 5-15 metrum frá útkeyrslunni. Þá á ég að aka áfram en ekki negla niður. Hinsvegar stunda bæði fullorðnir það að gefa allt í botn ef þessi staða er uppi, af því að þeir eiga réttinn. Hér í götunni er urmull skólabarna og svona ruglingur er stórhættulegur. Fáum eðlilegar götumerkingar og biðskyldur við innkeyrslur í aðalgötuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information