Fleiri gönguleiðir í og við hverfið

Fleiri gönguleiðir í og við hverfið

Mætti bæta við göngustígum í og við hverfið. T.d. mætti fara í lagningu göngustígs fyrir neðan hverfið. Byrja þyrfti á að fjarlægja bráðabirgðarveg sem var lagður þar v. framkvæmda við skólplögn. Væri gott að fá tillögur frá fleirum varðandi staðsetningar á stígum.

Points

Ágætis gönguleiðir eru í hverfinu en þegar maður gengur alla daga ársins, ár eftir ár verður frekar leiðigjarnt að ganga alltaf sama hringinn. Væri ágætt að geta breytt aðeins til. Vil líka nota tækifærið og þakka eigendum Lykkju (neðsta hússins held ég) fyrir lagningu stígs sem liggur frá vegi niður í fjöru. Áður þurfti maður að ganga í gegnum hlaðið hjá þeim en ekki lengur. Frábært framtak þar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information