Gera meira úr stríðsminjum í Öskjuhlíð

Gera meira úr stríðsminjum í Öskjuhlíð

Í Öskjuhlíð eru margar stríðsminjar frá seinna stríði, m.a. byrgi og leifar af hlöðnum veggjum þar sem áður stóðu olíutankar. Einnig eru braggar rétt hjá Keiluhöllinni. Flott væri að setja fræðandi skilti við fornminjarnar og leggja stíga að þeim og um þær. Einnig væri gaman að koma fyrir útsýnisstað t.d. uppi á Perlunni eða við Keiluhöllina þar sem væri kort sem sýndi mynd frá því sjónarhorni hvernig svæðið leit út í stríðinu og hvar allir braggarnir stóðu.

Points

Margir vita ekki einu sinni af rústunum í Öskjuhlíðinni eða hvaða tilgangi þær þjónuðu áður fyrr. Þetta er saga sem mun glatast ef ekki er meira unnið með hana og hún gerð sýnilegri. Væri gaman að hafa fræðslustíga með skiltum t.d. fyrir ferðamenn og skólahópa.

Hér er mikilvægur þáttur í sögu Reykjavíkur að týnast niður. Fólkið sem man þessa sögu er að hverfa, hinir yngri þekkja hana ekki. Verkefnið myndi auka mjög á útivistargildi Öskjuhlíðar til fróðleiks og gamans fyrir alla sem ganga þar um. Ekki síst væri þarna komin aðgengileg og nærtæk viðbót í möguleika grunnskóla til að blanda saman útivist og kennslu. Nauðsynlegt menningarverkefni og eiginlega ótrúlegt að ekki skuli vera búið að framkvæma þetta fyrir löngu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information