Bætt stígakerfi á Hólmsheiði

Bætt stígakerfi á Hólmsheiði

Hólmsheiði er útivistarparadís innan seilingar fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals sem á undir högg að sækja vegna hugmynda um aðra nýtingu en til skógræktar og útvistar. Hugmyndin gengur útá að styrkja svæðið sem útivistarsvæði með því að tengja betur stígakerfið í kringum Reynisvatn við stíg ofan byggðar við Reynisvatnsás, með göngubrú yfir manngerða gilið norðan Reynisvatns, og síðan aftur við stígakerfi í kringum Úlfarsá, jafnvel með göngubrú yfir ánna sjálfa austan til í dalnum. .

Points

Því fleiri sem kynnast þeirri paradís sem Hólmsheiðin er því líklegra er að viðspyrna verði við hugmyndir borgaryfirvalda um nýtingu svæðisins sem atvinnusvæðis, m.a. með uppbyggingu innanlandsflugs á heiðinni.

Eitt er að gera stíga, annað er að fólk almennt viti af þeim. Aðgengi að upplýsingum um það hvaða stíga er að finna í dag og hvert þeir liggja er ekki til staðar sem veldur því að þessi útivistarparadís nýtist ekki sem skyldi. Legg til að Reykjavíkurborg kortleggi stígana og geri slíkt útivistarkort aðgengilegt borgarbúum/hverfisbúum. Slíkt mun auðvelda okkur öllum að nýta þessa gersemi sem er innan seilingar fyrir okkur öll.

upp á Hólmsheiðinni, enn ekki malbikaða bara bæta meiri möl í stíganna og/eða sag til að gera þá ennþá míkri þægilegra að ganga og hlaupa í svoleiðis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information