Ný baðströnd fyrir sjósport

Ný baðströnd fyrir sjósport

Vestan við suður-norður flugbraut í Skerjafirði er hrein fjara sem lítið er notuð. Þarna er gamall rampur í fjöruna en hægt væri að gera svæðið snyrtilegra og bæta umhverfið til að gera það hentugt fyrir siglingar á kayak, brettum og sund. Hreinsa þarf fjöruna og bæta við sandi og færa til steina. Þarna væri hægt að hafa útisturtur þannig að þeir sem þarna baða sig eða sigla geta þvegið af sér sjó eftir bað. Þetta myndi taka þungan af ylströndinni í Nauthólsvík sem fyllist á góðviðrisdögum.

Points

Í dag er engin aðstaða fyrir siglingaáhugafólk og fólk sem vill upplifa strandlíf þar sem hægt er að sigla á mismunandi sjóförum sem ekki eru vélknúin. Ekki má fara á kayak um ylströnd í Nauthólsvík og á góðviðrisdögum er allt fullt bæði á ylströnd og utan hennar. Þessi staður sem tilgreindur er hentar á margan hátt betur til siglinga en Nauthólsvík.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information