Setja ruslatunnur við göngustíg milli Skeiðarvogs og Sólheima

Setja ruslatunnur við göngustíg milli Skeiðarvogs og Sólheima

Það eru engar ruslatunnur á göngustígnum sem liggur á milli Skeiðarvogs og Sólheima. Fólk sem fer þarna um freistast þar af leiðandi allt of oft til að kasta rusli á stíginn eða í beðin við stíginn. Ef settar yrðu ruslatunnur með reglulegu millibili og vel hugsað um þær myndi umgengnin eflaust batna til muna öllum til gleði.

Points

Þessi göngustígur er mjög mikið notaður og ekki ein einasta ruslatunna við hann. Rusl liggur hér og þar sem annars hefði endað í ruslatunnum, væru þær til staðar. Stuðlum að fegurra umhverfi sem öllum líður betur í með því að taka á svona ruslmálum. Fólk hættir alveg örugglega ekki að henda rusli á jörðina ef engar ruslatunnur eru fyrir hendi.

Tunna = ekki rusl í runna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information