Göngustígur að íþróttavelli (frá skóla/battavelli)

Göngustígur að íþróttavelli (frá skóla/battavelli)

Bæta göngustíg sem liggur að íþróttavellinum. Efst við battavöllinn er stígurinn nokkuð þokkalegur en þegar nær dregur íþróttavellinum fer nú mölin að þynnast ískyggilega og eiginlega bara nokkrir steinar þegar að vellinum kemur. Annað hvort þarf að bæta möl í stíginn, nú eða splæsa í malbikaðan stíg því aðgengi fyrir alla er eitthvað sem við viljum væntanlega. Veit ekki hvað svona kostar þannig að ég veit ekki hvort er raunhæfari kostur.

Points

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var farið í þá framkvæmd að laga íþróttavöll hverfisins enda var nú ekki vanþörf á. Það sem kannski gleymdist í þessari framkvæmd, eða var ekki hluti af verkefninu, var að gera gott aðgengi að vellinum. Göngustígur er að vellinum frá Klébergsskóla en ofaníburðurinn virðist hafa klárast áður en hann náði alla leið og enginn virðist hafa fundið neina þörf fyrir að laga það. Bætt aðgengi mun hafa jákvæð áhrif á þá sem nota völlinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information