Hugsum áður en við hendum!

Hugsum áður en við hendum!

Hugmyndin kemur frá nemendum í 9.bekk Háaleitisskóla í tengslum við verkefnavinnu í lífsleikni - Hugsum áður en við hendum! Þau kalla eftir hönnun á ruslafötum / döllum sem hægt er að setja upp í hverfinu. Að þeirra mati vantar tilfinnanlega ruslatunnur sem þola álag. Setja á fót samkeppni hönnunarsamkeppni - hægt að nýta á fl. stöðum í borginni.

Points

Eftir vinnu og umræður þar sem krakkarnir voru m.a. að vinna í hópum með hugtakið "rusl" og velta fyrir sér umgengni í borginni og hverfinu kom þessi hugmynd frá flest öllum hópum. Krakkar vilja hafa umhverfið fallegt, sjá að það hefur bætandi áhrif á líðan en vita einnig að þau eru oft með dósir og umbúðir í höndunum á gangi á milli t.d. skóla, heimilis, félagsmiðstöðvar eða íþróttahúss. Þá þarf að vera hægt að losa sig við umbúðirnar á góðan stað - ekki á götuna eða inn í næst garð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information