Beygjuljós á fyrir alla akandi á Grensásvegi (neðri hluti)

Beygjuljós á fyrir alla akandi á Grensásvegi (neðri hluti)

Neðri hluti Grensásvegar er dauðagildra fyrir gangandi vegna beygjuljósa fyrir akandi sem mjög oft virða ekki rétt hinna gangandi á gangbraut og grænu ljósi. Átta ára sonur minn var fyrir skemmstu í mikilli hættu á grænu ljósi á gangbraut þegar ökumaður fór yfir á grænu (ekki beygjuljósi) og virti ekki hans rétt. Fáir eru þarna gangandi (og hjólandi) á ferð enda þessi hluti Grensásvegur hættulegur öllum þeim sem ekki eru akandi. Beygjuljós fyrir alla akandi er "plástur" á þetta ástand.

Points

Grensásvegur (neðri hluti) er mjög hættulegur fólki sem hjólar eða gengur vegna mikillar og hraðrar umferðar. Þar er þó staddur tónlistarskóli sem mörg börn stunda auk þess sem þessi hluti götunnar er mikilvæg leið fyrir börn úr Bústaðahverfi á leið til að stunda íþróttir í Laugardalinn. Það er afar mikilvægt að gera það sem hægt er til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda en græn ljós fyrir ökumenn sem ætla að beygja (og taka ekki tilliti til gangandi) eru langhættulegust.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information